Hoppa yfir valmynd
9. ágúst 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar (OECD) um íslensk efnahagsmál

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 19/2006

Í dag, miðvikudaginn 9. ágúst, birti Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) skýrslu um íslensk efnahagsmál á heimsíðu sinni (www.oecd.org). Um er að ræða reglubundna skýrslu um stöðu og horfur í efnahagsmálum (e. Economic Survey for Iceland 2006) sem samin var eftir tvær heimsóknir sérfræðinga stofnunarinnar hingað til lands í ár. Efnahagsskýrslur OECD fjalla einnig um leiðir til að bæta skipulag markaða eða opinberrar þjónustu.

Að þessu sinni hefur efnahagsskýrsla OECD fyrir Ísland að geyma eftirfarandi kafla:

  1. Assessment and recommendations (Ummæli og ábendingar)
  2. Policy challenges in sustaining improved economic performance (Áskorun hagstjórnar að viðhalda bættum árangri í efnahagsmálum)
  3. Improving the implementation of monetary policy (Leiðir til að bæta framkvæmd peningastefnunnar)
  4. Improving fiscal management (Leiðir til að bæta stjórn opinberra fjármála)
  5. Building on the success of financial liberalisation (Að byggja á vel heppnaðri markaðsvæðingu fjármálakerfisins)
  6. Adapting the education system to a changing environment (Aðlögun menntakerfisins að breyttu umhverfi)

Á heimasíðu OECD hefur einnig verið birt fréttatilkynning um útgáfu skýrslunnar og helstu niðurstöður í kjölfar umræðu sem fram fór um hana í hagþróunarnefnd OECD 29. júní sl. Meðfylgjandi er tengill á íslenska þýðingu á útdrætti skýrslunnar og fyrsta kafla hennar ,,Ummæli og ábendingar.” Af tilefni útgáfu skýrslunnar komu tveir fulltrúar OECD til landsins og héldu sérstakan kynningarfund fyrir fjölmiðla í dag. Af því tilefni flutti Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, stutt ávarp.

Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins í síma 545-9200.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta