Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar (OECD) um íslensk efnahagsmál
Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 19/2006
Í dag, miðvikudaginn 9. ágúst, birti Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) skýrslu um íslensk efnahagsmál á heimsíðu sinni (www.oecd.org). Um er að ræða reglubundna skýrslu um stöðu og horfur í efnahagsmálum (e. Economic Survey for Iceland 2006) sem samin var eftir tvær heimsóknir sérfræðinga stofnunarinnar hingað til lands í ár. Efnahagsskýrslur OECD fjalla einnig um leiðir til að bæta skipulag markaða eða opinberrar þjónustu.
Að þessu sinni hefur efnahagsskýrsla OECD fyrir Ísland að geyma eftirfarandi kafla:
- Assessment and recommendations (Ummæli og ábendingar)
- Policy challenges in sustaining improved economic performance (Áskorun hagstjórnar að viðhalda bættum árangri í efnahagsmálum)
- Improving the implementation of monetary policy (Leiðir til að bæta framkvæmd peningastefnunnar)
- Improving fiscal management (Leiðir til að bæta stjórn opinberra fjármála)
- Building on the success of financial liberalisation (Að byggja á vel heppnaðri markaðsvæðingu fjármálakerfisins)
- Adapting the education system to a changing environment (Aðlögun menntakerfisins að breyttu umhverfi)
Á heimasíðu OECD hefur einnig verið birt fréttatilkynning um útgáfu skýrslunnar og helstu niðurstöður í kjölfar umræðu sem fram fór um hana í hagþróunarnefnd OECD 29. júní sl. Meðfylgjandi er tengill á íslenska þýðingu á útdrætti skýrslunnar og fyrsta kafla hennar ,,Ummæli og ábendingar.” Af tilefni útgáfu skýrslunnar komu tveir fulltrúar OECD til landsins og héldu sérstakan kynningarfund fyrir fjölmiðla í dag. Af því tilefni flutti Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, stutt ávarp.
Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins í síma 545-9200.
- Efnahagsskýrsla OECD um Ísland, ágúst 2006, tveir kaflar lauslega þýddir (pdf 48KB)
- Ávarp fjármálaráðherra vegna kynningar OECD á nýrri efnahagsskýrslu fyrir Ísland
- Upplýsingar um skýrsluna hjá OECD