Nýtt vefsetur í Nýju Delhi
Sendiráð Íslands á Indlandi var formlega opnað þann 26. febrúar 2006. Meginhlutverk sendiráðsins er að stuðla að auknu viðskiptasamstarfi Íslands og Indlands, auk þess að vinna að eflingu stjórnmálatengsla og menningarsamskipta. Indland er nú þegar fjórða stærsta hagkerfi heims og gera efnahagsspár ráð fyrir a.m.k. 6% hagvexti á ári fram til ársins 2020.
Sendiherra Íslands á Indlandi er Sturla Sigurjónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Nýtt vefsetur sendiráðsins - www.iceland.org/in - er á tveimur tungumálum - ensku og íslensku - og hefur að geyma gagnlegar upplýsingar um starfsemi og þjónustu sendiráðsins auk mikils upplýsingaefnis um Ísland.