Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 2006 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra Íslands og Noregs

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Nr. 49/2006

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, áttu fund í utanríkisráðuneytinu í morgun.

Rætt var um samstarf þjóðanna og sameiginleg hagsmunamál, svo sem þróun mála á norðurslóðum, sjóræningjaveiðar, stöðuna í síldarmálum, Evrópumál og samvinnu í friðargæslu. Einnig var fjallað um alþjóðamál og framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Að lokum var farið yfir stöðuna í varnarviðræðum Íslands og Bandaríkjanna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta