Fjölgun Íslendinga í eftirlitssveitum á Sri Lanka
FRÉTTATILKYNNING
úr utanríkisráðuneytinu
Nr. 051
Utanríkisráðherra átti fund í dag með utanríkismálanefnd Alþingis um málefni norrænna eftirlitssveita á Sri Lanka.
Í framhaldi af þeim fundi tilkynnti utanríkisráðherra um ákvörðun sína að fjölga í íslensku eftirlitssveitinni á Srí Lanka, úr þeim 4-5 mönnum sem hafa verið þar að undanförnu, upp í allt að 10 manns.
Jafnframt upplýsti ráðherra um þá fyrirætlun sína að endurskoða umgjörð og verkefnaval Íslensku friðargæslunnar, m.a. með það að markmiði að kanna hvort auka megi hlut kvenna í störfum hennar.