Hoppa yfir valmynd
18. ágúst 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýtt Evrópuverkefni Jafnréttisstofu og félagsmálaráðuneytisins

Evrópusambandið hefur samþykkt umsókn Jafnréttisstofu og félagsmálaráðuneytisins um styrk til þátttöku í Evrópuverkefni sem heyrir undir jafnréttisáætlun Evrópusambandsins.

Verkefnið heitir Tea for two, illustrating equality og verður unnið í samstarfi við Noreg, Finnland, Grikkland og Búlgaríu.

Markmið verkefnisins er að þróa verkfæri sem varpar ljósi á stöðu jafnréttismála hjá sveitarfélögum samstarfslandanna. Jafnréttiskortið, sem birt var í tengslum við síðustu sveitarstjórnarkosningar, er vísir að þessu verkefni en það sýnir stöðu jafnréttismála í sveitarstjórnum um allt land. Þannig á að gera upplýsingar um jafnréttismál sveitarfélagana aðgengilegar, sýnilegar og auðskiljanlegar. Jafnréttisstofa og félagsmálaráðuneytið telja að slíkt verkfæri auðveldi upplýsingaflæði um jafnréttismál og hvetji sveitarfélögin til að standa sig betur í þeim efnum. Jafnframt gefst almenningi tækifæri á að fylgjast með þróun mála og leiðir verkefnið auk þess til umræðna í samfélaginu í heild sinni.

Jafnréttiskortin sem voru birt fyrir og eftir síðustu sveitastjórnakosningarnar má finna hér. 


 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum