Hoppa yfir valmynd
18. ágúst 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Stýrivextir hækka víðast hvar

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins – þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Stýrivextir á Íslandi hafa verið hækkaðir mikið í kjölfar aukins ójafnvægis í þjóðarbúskapnum og eru nú 13,5%.

Stýrivextir helstu viðskiptalanda hafa einnig verið á uppleið síðustu misseri. Í Bandaríkjunum hafa stýrivextir hækkað jafnt og þétt síðastliðin tvö ár samfara auknum áhyggjum af hækkandi verðbólgu. Vextir standa nú í 5,25% og virðast vera að hægja á verðbólgu.

Verðbólguhorfur á Evrusvæðinu hafa versnað að einhverju leyti en viðsnúningur í Þýskalandi og hagvöxtur umfram væntingar í Frakklandi eiga þar stærstan hlut í máli. Verðbólga er nú lítillega yfir verðbólgumarkmiði Evrópska Seðlabankans en stýrivextir hafa hækkað síðan á vetrarmánuðum 2005 og eru nú 3%.

Japanska hagkerfið virðist sýna nokkuð skýr og stöðug batamerki eftir rúmlega 15 ára stöðnun. Til marks um það hvarf Seðlabanki Japans nýverið frá núll prósent vaxtastefnu sinni og hækkaði stýrivexti í 0,25%. Í upphafi ágúst hækkaði Englandsbanki stýrivexti óvænt í 4,75% en verðbólga í Bretlandi er kominn yfir verðbólgumarkmið.

Þróun stýrivaxta í Japan, USA, EUR, Íslandi og Bretlandi - janúar 2001 - janúar 2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta