Styrkir úr Æskulýðssjóði 2006
Menntamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði samkvæmt reglum nr. 113 frá 22. janúar 2004.
Menntamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði samkvæmt reglum nr. 113 frá 22. janúar 2004. Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja eftirtalin verkefni:
- Sérstök verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra. Ekki eru veittir styrkir til árvissra eða fastra atburða í félagsstarfi, svo sem þinga, móta eða þess háttar atburða né til ferðahópa.
Þjálfun æskulýðsleiðtoga og leiðbeinenda til virkrar þátttöku í æskulýðsstarfi, m.a. með námskeiðum og þátttöku í þeim.
Nýjungar og tilraunir í félagsstarfi barna og ungmenna.
Samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka á sviði félagsstarfa.
Við úthlutun úr Æskulýðssjóði árið 2006 munu umsóknir æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka um styrki til verkefna sem vinna gegn misrétti og mismunun og auka skilning milli ólíkra þjóðfélagshópa njóta forgangs við úthlutun. Er það gert með hliðsjón af verkefni Evrópuráðsins í Strassborg „Enginn eins, engum til meins“ (All different, all equal).
Við mat á umsóknum er meðal annars tekið tillit til fjölda þeirra sem taka þátt í verkefnunum og eigin fjármögnunar verkefna. Sérstakt tillit er tekið til minni félaga og félagasamtaka er vinna að æskulýðsmálum.
Styrkir úr sjóðnum eru veittir tvisvar á ári og næsti frestur til að skila inn umsóknum er 15. september 2006.
Athygli er vakin á því að reglur sjóðsins kveða á um að þeir sem hafa áður hlotið styrk úr sjóðnum verða að hafa skilað greinargerð um notkun styrkfjárins til að leyfilegt sé að veita þeim aftur styrk.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneyti, sími 545-9500 og á vef ráðuneytisins.
Umsóknir sendist menntamálaráðuneyti, Æskulýðssjóði, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.