Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

OECD úttekt á háskólastigi - Thematic review - 2006

Í dag, þriðjudaginn 22. ágúst, birtir Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) skýrslu um niðurstöður úttektar á íslenska háskólastiginu á vef sínum.

Í dag, þriðjudaginn 22. ágúst, birtir Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) skýrslu um niðurstöður úttektar á íslenska háskólastiginu á vef sínum (www.oecd.org/edu/tertiary/review).

Skýrslan er hluti af úttekt OECD á háskólastiginu í 24 löndum og er markmið hennar að kanna áhrif opinberrar stefnumörkunar í málefnum háskóla í löndunum og vísa veginn um úrbætur og nýjungar. Hún er samin af sex erlendum sérfræðingum sem dvöldu hér á landi í vikutíma, heimsóttu alla háskóla og hittu að máli fjölmarga hagsmunaaðila, þar á meðal fulltrúa atvinnulífsins.

Skýrslan skiptist í fimm hluta. Í fyrsta hluta er kynning á landi og þjóð og aðstæðum á Íslandi. Í öðrum hluta er fjallað um bakgrunn og helstu einkenni stefnumörkunar fyrir háskólastigið. Þriðji hlutinn er greining á styrkleikum íslenska háskólakerfisins og þeim þáttum þar sem úrbóta er þörf. Forgangsverkefni í stefnumótun eru sett fram í fjórða hluta og ábendingar dregnar saman í lokakafla.

Skýrsla OECD er birt á vef menntamálaráðuneytisins og þar er einnig að finna efnisútdrátt á íslensku.

Menntamálaráðneytið efnir til málþings um skýrsluna þann 8. september nk. þar sem sérfræðingur OECD mun skýra niðurstöður hennar og fulltrúar menntamálaráðuneytis, háskóla, atvinnulífs og nemenda fjalla um þýðingu hennar fyrir stefnu stjórnvalda og starf háskóla.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta