Hoppa yfir valmynd
23. ágúst 2006 Matvælaráðuneytið

Heimsókn sjávarútvegsráðherra Noregs

Heimsókn sjávarútvegsráðherra Noregs
Heimsókn sjávarútvegsráðherra Noregs

Helga Pedersen sjávarútvegsráðherra Noregs kom í sína fyrstu heimsókn til Íslands í gær. Megintilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér grunn þess góða árangurs sem Íslendingar hafa náð við útflutning á ferskum fiski og auknu virði sjávarafurða. Sjávarútvegsráðherrann og sendinefnd hennar áttu fund með embættismönnum í sjávarútvegsráðuneytinu, auk þess sem hún átti fundi með fulltrúum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, AVS-rannsóknasjóði, Icelandic Group, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Glitni og Landssambandi smábátaeigenda. Á fundunum gafst ráðherranum og fylgdarliði tækifæri til að kynna sér þessa þætti íslensks sjávarútvegs frá ýmsum hliðum. Eftir langan og strangan dag lýsti ráðherrann yfir mikilli ánægju með góðar móttökur á Íslandi og þá sérstaklega með lærdómsríkar heimsóknir. Kvaðst hún margs vísari um íslenskan sjávarútveg og nefndi að þótt Íslendingar og Norðmenn ættu í samkeppni með sjávarafurðir á mörkuðum gætu báðir aðilar haft hag af góðu samstarfi og lært hvorir af öðrum.

Myndatexti: Sjávarútvegsráðherra Noregs, Helga Pedersen fyrir miðri mynd ásamt sendinefnd sinni og þremur starfsmönnum sjávarútvegsráðuneytisins.

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum