Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja
FRÉTTATILKYNNING
úr utanríkisráðuneytinu
Nr. 053
Tveggja daga fundi utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja lauk í Osló á hádegi í dag. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sótti fundinn. Meðal annars var fjallað um aðgerðir gegn mansali, ástand mála á Srí Lanka, formennsku Finna í Evrópusambandinu, samskipti við Rússland og ástand mála í Úkraínu, Moldóvu og Georgíu. Umfjöllun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um Íran var á dagskrá og einnig væntanlegt Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem umbætur og endurskipulagning samtakanna verða ofarlega á baugi. Að lokum var farið yfir stöðu friðarferlisins í Súdan og rætt um ástand mála fyrir botni Miðjarðarhafs.