Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Undirritun samnings um sérstaka fjölgreinabraut

Í dag, þriðjudaginn 29. ágúst, undirritar menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Lúðvík Geirsson, samning um sérstaka fjölgreinabraut sem verður starfrækt við Lækjarskóla í Hafnarfirði í samstarfi við Flensborgarskólann og Iðnskólann í Hafnarfirði.
Undirritun samnings um fjölgreinabraut
Undirritun samnings um fjölgreinabraut

Í dag, þriðjudaginn 29. ágúst, undirritar menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Lúðvík Geirsson, samning um sérstaka fjölgreinabraut sem verður starfrækt við Lækjarskóla í Hafnarfirði í samstarfi við Flensborgarskólann og Iðnskólann í Hafnarfirði. Braut þessi er stofnsett í framhaldi af svokölluðu fjölgreinanámi sem boðið hefur verið upp á við skólann. Um er að ræða tveggja ára framhaldsbraut fyrir nemendur sem ekki kjósa að fara hefðbundna leið í framhaldsnámi. Lögð verður áhersla á verklegar greinar, en nemendur stunda einnig bóklegt nám í samræmi við námskrá framhaldsskóla. Verkefnið er skilgreint sem tilraunaverkefni til fimm ára.

Undirritunin fer fram í Hafnarborg kl.14:30



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta