Fundur norrænna sveitarstjórnarráðherra Íslandi
Sveitarstjórnarráðherrar á Norðurlöndum héldu að þessu sinni árlegan fund sinn hér á landi og fjölluðu um margvísleg málefni sem varða sveitarfélög og skiptust á upplýsingum.
Fundurinn var haldinn við rætur Heklu, að Leirubakka í Landssveit dagana 16. - 18. ágúst sl. Rætt var um samspil byggðastefnu stjórnvalda og stefnu sveitarfélaga að því er varðar einstök sveitarfélög, minni svæði eða landshluta eða heildarstefnumótun í löndunum.
Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, segir að fundurinn hafi verið mjög gagnlegur og fulltrúar landanna hafi verið sammála um mikilvægi uppbyggingar öflugs atvinnulífs, menntunar og nýsköpunar þannig að styrkja megi sveitarfélög til frambúðar. Fram komu áhugaverðar upplýsingar um leiðir í einstökum löndum í því efni.
Myndir frá fundinum að Leirubakka - 17. ágúst 2006