Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-júlí 2006
Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrstu sjö mánuði ársins liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu jókst handbært fé frá rekstri um 36,5 milljarða króna innan ársins, sem er 31,9 milljörðum hagstæðari útkoma en á sama tíma í fyrra. Þá er útkoman 49,1 milljarði hagstæðari en gert var ráð fyrir í áætlun. Tekjur reyndust um 30 milljörðum hærri en í fyrra á meðan gjöldin lækkuðu um tæpa 3 milljarða. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 34,1 milljarð króna, en hann var jákvæður um 15,8 milljarða á sama tíma í fyrra.
Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar – júlí 2006
(Í milljónum króna)
2002 |
2003 |
2004 |
2005 |
2006 |
|
Innheimtar tekjur |
131.399 |
147.465 |
150.429 |
185.085 |
215.509 |
Greidd gjöld |
141.957 |
150.807 |
164.139 |
180.985 |
178.257 |
Tekjujöfnuður |
-10.558 |
-3.342 |
-15.428 |
4.100 |
37.252 |
Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. |
-3.175 |
-12.059 |
- |
- |
- |
Breyting rekstrartengdra eigna og skulda |
-2.236 |
-577 |
577 |
496 |
-752 |
Handbært fé frá rekstri |
-15.969 |
-15.978 |
-16.005 |
4.596 |
36.500 |
Fjármunahreyfingar |
8.449 |
17.783 |
1.840 |
11.206 |
-2.383 |
Hreinn lánsfjárjöfnuður |
-7.520 |
1.805 |
-14.165 |
15.802 |
34.116 |
Afborganir lána |
-19.877 |
-18.021 |
-29.142 |
-33.343 |
-35.088 |
Innanlands |
-9.737 |
-5.612 |
-4.139 |
-14.000 |
-12.215 |
Erlendis |
-10.140 |
-12.409 |
-25.004 |
-19.342 |
-22.873 |
Greiðslur til LSR og LH |
-5.250 |
-4.375 |
-4.375 |
-2.250 |
-2.310 |
Lánsfjárjöfnuður. brúttó |
-32.647 |
-20.591 |
-47.683 |
-19.790 |
-3.282 |
Lántökur |
30.324 |
24.245 |
39.386 |
13.305 |
19.735 |
Innanlands |
12.370 |
22.868 |
16.127 |
8.956 |
12.262 |
Erlendis |
17.954 |
1.377 |
23.259 |
4.349 |
7.473 |
Greiðsluafkoma ríkissjóðs |
-2.323 |
3.654 |
-8.296 |
-6.486 |
16.453 |
Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 216 ma.kr. á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Það er rúmum 30 ma.kr meira en á sama tíma í fyrra, eða 16,4% aukning. Ef tekið er tillit til tilfærslu milli mánaða vegna tekjuskatts lögaðila nemur aukningin 14,7%. Skatttekjur og tryggingagjöld jukust um tæp 20% að nafnvirði. Á sama tíma hækkaði almennt verðlag um 6,1% og raunaukning skatttekna og tryggingargjalda var því tæp 13%. 30% samdráttur annarra rekstrartekna milli ára skýrist af arðgreiðslum vegna Landsímans á þessu tímabili í fyrra.
Skattar á tekjur og hagnað námu 73 ma.kr. og jukust um 21 ma.kr. frá síðasta ári, eða 33%. Þar af jókst tekjuskattur einstaklinga um 20% og lögaðila um 105% (þá er leiðrétt fyrir fyrrgreindri tilfærslu) og fjármagnstekjuskattur um 43%. Innheimt tryggingagjöld jukust um 16% milli ára, eða tæp 7% umfram hækkun launavísitölu á sama tíma. Innheimta eignarskatta nam 5,8 ma.kr. sem er 30% minna en á sama tímabili í fyrra. Þar af námu stimpilgjöld 4½ ma.kr. en innheimta þeirra á árinu hefur dregist saman um 19% frá fyrra ári, meðal annars vegna þess að dregið hefur úr skuldbreytingu lána.
Innheimta almennra veltuskatta nam 100 ma.kr. á fyrstu sjö mánuðum ársins og jókst um 16% að nafnvirði frá fyrra ári eða 10% umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Tekjur af virðisaukaskatti hafa aukist um 18% sem jafngildir 11% raunaukningu. Vegna lagabreytingar sem felur í sér rýmri greiðslufrest á virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum fer marktækni samanburðar við fyrra ár eftir því hvaða tímabil innan ársins er til skoðunar en sé litið á hreyfanlegt meðaltal nokkurra mánuða kemur fram að verulega hefur hægt á raunvexti tekna af sköttum sem lagðir eru á vöru og þjónustu. Vörugjöld af ökutækjum skiluðu 12% meiri tekjum í janúar-júlí en á sama tíma í fyrra. Nýskráningar bíla í júlí voru helmingi færri en í júlí 2005. Sé horft á tímabilið frá ársbyrjun 2006 hafa orðið þau skil í þróuninni að ekki er lengur um fjölgun að ræða milli ára heldur fækkun um 4%, í fyrsta sinn síðan í árslok 2002.
Greidd gjöld nema 178,3 milljörðum króna og lækka um 2,7 milljarða milli ára, eða um 1,5%. Vaxtagreiðslur lækka um 8,1 milljarð, einkum vegna þess að stór flokkur spariskírteina var á innlausn í apríl í fyrra. Einnig lækka greiðslur almannatrygginga um 2,9 milljarða sem kemur aðallega til af því að vaxtabætur voru greiddar í júlí í fyrra, en ekki fyrr en í ágúst nú í ár. Munar þar 4 milljörðum króna, en auk þess reyndust greiðslur til Atvinnuleysistryggingasjóðs um milljarði lægri en í fyrra. Á móti vega hækkanir til lífeyris- og sjúkratrygginga.
Að vaxtagreiðslum og vaxtabótum undanskildum hækka gjöldin um 9,5 milljarða eða 5,8%. Mest munar um 2,8 milljarða hækkun heilbrigðismála og 2 milljarða til menntamála. Þá hækka greiðslur til almennrar opinberrar þjónustu um 1,6 milljarða og 1,2 milljarða hjá almannatrygginga- og velferðarmálum. Greiðslur til löggæslu hækka um 1 milljarð, en greiðslur til efnahags- og atvinnumála standa í stað milli ára. Heilbrigðismál og almannatryggingar vega samtals um helming af heildargreiðslum ríkissjóðs.
Lántökur ársins nema 19,7 milljörðum króna en afborganir lána 35,1 milljarði. Mismunurinn er fjármagnaður með handbæru fé frá rekstri.
Eiginfjárframlag ríkisins í Nýsköpunarsjóði var aukið um 1 milljarð króna á árinu og 2,3 milljarðar voru greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs.
Tekjur ríkissjóðs janúar–júlí 2006
|
Í milljónum króna |
|
Breyting frá fyrra ári, % |
||||
|
2004 |
2005 |
2006 |
|
2004 |
2005 |
2006 |
Skatttekjur og tryggingagjöld |
140.246 |
166.490 |
202.398 |
|
12,6 |
18,7 |
21,6 |
Skattar á tekjur og hagnað |
45.406 |
52.322 |
73.074 |
|
11,3 |
15,2 |
39,7 |
Tekjuskattur einstaklinga |
33.286 |
37.096 |
44.648 |
|
2,5 |
11,4 |
20,4 |
Tekjuskattur lögaðila |
5.783 |
5.459 |
14.426 |
|
129,0 |
-5,6 |
164,3 |
Skattur á fjármagnstekjur |
6.337 |
9.768 |
14.001 |
|
9,9 |
54,1 |
43,3 |
Eignarskattar |
5.501 |
8.240 |
5.806 |
|
17,6 |
49,8 |
-29,5 |
Skattar á vöru og þjónustu |
71.669 |
85.557 |
99.534 |
|
13,1 |
19,4 |
16,3 |
Virðisaukaskattur |
47.764 |
58.491 |
68.842 |
|
14,0 |
22,5 |
17,7 |
Vörugjöld af ökutækjum |
3.519 |
6.211 |
6.951 |
|
35,3 |
76,5 |
11,9 |
Vörugjöld af bensíni |
4.744 |
4.985 |
5.151 |
|
13,2 |
5,1 |
3,3 |
Skattar á olíu |
3.242 |
2.740 |
3.458 |
|
17,5 |
-15,5 |
26,2 |
Áfengisgjald og tóbaksgjald |
5.805 |
6.174 |
6.383 |
|
2,6 |
6,4 |
3,4 |
Aðrir skattar á vöru og þjónustu |
6.594 |
6.956 |
8.750 |
|
5,6 |
5,5 |
25,8 |
Tollar og aðflutningsgjöld |
1.691 |
1.795 |
2.457 |
|
19,7 |
6,2 |
36,8 |
Aðrir skattar |
335 |
396 |
430 |
|
. |
18,2 |
8,7 |
Tryggingagjöld |
15.645 |
18.179 |
21.097 |
|
9,7 |
16,2 |
16,0 |
Fjárframlög |
193 |
252 |
173 |
|
-64,5 |
30,5 |
-31,5 |
Aðrar rekstrartekjur |
9.960 |
18.103 |
12.652 |
|
-2,2 |
81,8 |
-30,1 |
Sala eigna |
29 |
239 |
287 |
|
- |
- |
- |
Tekjur alls |
150.429 |
185.084 |
215.509 |
|
2,0 |
23,0 |
16,4 |
Gjöld ríkissjóðs janúar-júlí 2006
|
Í milljónum króna |
|
Breyting frá fyrra ári, % |
|||
|
2004 |
2005 |
2006 |
|
2005 |
2006 |
Almenn opinber þjónusta |
28.841 |
35.848 |
29.338 |
|
24,3 |
-18,2 |
Þar af vaxtagreiðslur |
9.748 |
15.478 |
7.322 |
|
58,8 |
-52,7 |
Heilbrigðismál |
41.566 |
46.299 |
49.138 |
|
11,4 |
6,1 |
Almannatryggingar og velferðarmál |
41.744 |
42.211 |
39.338 |
|
1,1 |
-6,8 |
Efnahags- og atvinnumál |
23.630 |
23.262 |
23.044 |
|
-1,6 |
-0,9 |
Menntamál |
15.587 |
18.516 |
20.547 |
|
18,8 |
11,0 |
Menningar-, íþrótta- og trúmál |
7.541 |
7.459 |
8.291 |
|
-1,1 |
11,2 |
Löggæsla, réttargæsla og öryggismál |
4.948 |
5.199 |
6.195 |
|
5,1 |
19,2 |
Umhverfisvernd |
1.895 |
1.926 |
2.108 |
|
1,7 |
9,4 |
Húsnæðis- skipulags- og veitumál |
105 |
266 |
258 |
|
154,2 |
-3,2 |
Gjöld alls |
165.856 |
180.985 |
178.257 |
|
9,1 |
-1,5 |