Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2006 Utanríkisráðuneytið

Mannúðar- og neyðaraðstoð til Darfúr

FRÉTTATILKYNNING
úr utanríkisráðuneytinu

Nr. 055

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita sem svarar 20 milljónum króna til neyðar- og mannúðaraðstoðar í Darfúr-héraði í Súdan. Þar af fer annars vegar sex milljón króna styrkur til Hjálparstarfs kirkjunnar vegna hjálparstarfs alþjóðasamtaka kirkna, ACT, í Darfúr og, hins vegar, renna 200.000 bandaríkjadalir til neyðaraðstoðar í Darfúr á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP).

Ástandið í Darfúr-héraði í Súdan hefur farið versnandi að undanförnu en samkvæmt áætlunum Sameinuðu þjóðanna eru meira en 2 milljónir manna á vergangi vegna ófriðar í héraðinu.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta