Hoppa yfir valmynd
1. september 2006 Matvælaráðuneytið

Breytingar á átta reglugerðum sem lúta að notkun smáfiskaskiljum í botnvörpu

Að fengnum tillögum nefndar um bætta umgengni um auðlindir sjávar og Hafrannsóknastofnunarinnar hefur ráðuneytið endurútgefið átta reglugerðir sem lúta að notkun á smáfiskaskiljum í botnvörpum. Meginbreytingar samkvæmt þessum nýju reglugerðum felast í því að skipstjórum verður nú heimilt að velja á milli hvort þeir nota smáfiskaskilju eins og verið hefur eða poka með 155 mm lágmarksmöskvastærð (innanmál) við veiðar á tilteknum svæðum. Pokinn skal að lágmarki vera 8 metra langur og án pólskrar klæðningar. Rétt er að fram komi að breytingar þessar fela ekki í sér breytingar á afmörkun umræddra svæða og eru þau því óbreytt frá því sem verið hefur. Reglugerðir þessar taka gildi 1. september 2006 og frá sama tíma eru felldar úr gildi eldri reglugerðir.

Rgl. nr. 724, 29. ágúst 2006

Rgl. nr. 746, 29. ágúst 2006

Rgl. nr 747, 29. ágúst 2006

Rgl. nr. 748, 29. ágúst 2006

Rgl. nr. 749, 29. ágúst 2006

Rgl. nr. 750, 29. ágúst 2006

Rgl. nr. 751, 29. ágúst 2006

Rgl. nr. 752, 29. ágúst 2006

Sjávarútvegsráðuneytinu 1. september 2006.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum