Hoppa yfir valmynd
1. september 2006 Utanríkisráðuneytið

Viðbótarframlag til neyðar- og mannúðaraðstoðar á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna

FRÉTTATILKYNNING
úr utanríkisráðuneytinu

Nr. 056

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að veita viðbótarframlag til mannúðar- og neyðaraðstoðar á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna sem nemur 200.000 bandaríkjadölum, en áður hafði verið veitt 90.000 bandaríkjadölum til aðstoðar hjálparstarfi Rauða hálfmánans í Palestínu og 100.000 bandaríkjadölum til Flóttamannaaðstoðar Palestínumanna (UNRWA). Framlag Íslands til aðstoðar íbúum sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna nemur því nú 390.000 Bandaríkjadölum á þessu ári, eða sem svarar rúmlega 27 milljónum króna. Viðbótarframlaginu nú verður skipt jafnt á milli Barnahjálpar S.þ. (UNICEF) og Matvælaáætlunar S.þ. (WFP).

Í framlagaákalli Sameinuðu þjóðanna frá því í júlí sl. kemur fram að þörf er á 382 milljón bandaríkjadala stuðningi vegna aðstoðar hinna ýmsu stofnana Sameinuðu þjóðanna á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna.

Tilkynnt var um framlag Íslands á alþjóðlegri framlagaráðstefnu sem haldin var í Stokkhólmi í dag til aðstoðar sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta