Málþing um úttekt OECD á íslenska háskólastiginu - Thematic review - 2006
Föstudaginn 8. september nk. gengst menntamálaráðuneyti fyrir málþingi um niðurstöður úttektar Efnahags- og framfarastofnunar, OECD, á íslenska háskólastiginu. Yfirskrift málþingsins er ,,Háskólastig á tímamótum".
Skýrslu um niðurstöður úttektarinnar er að finna á vefnum menntamalaraduneyti.is. Hún er hluti af úttekt OECD á háskólastiginu í 24 löndum en markmiðið er að kanna áhrif opinberrar stefnumörkunar í málefnum háskóla í löndunum og vísa veginn um úrbætur og nýjungar. Skýrslan er samin af sex erlendum sérfræðingum sem dvöldu hér á landi í vikutíma, heimsóttu alla háskóla og hittu að máli fjölmarga hagsmunaaðila.
Dagskrá málþingsins er meðfylgjandi. Málþingið er öllum opið en tilkynna skal þátttöku á netfangið [email protected] fyrir kl. 12 fimmtudaginn 7. september.
- Dagskrá
- Skýrsla sérfræðinga á vegum OECD um æðri menntun á Íslandi - Samantekt (pdf -35KB)
- Skýrslan í heild sinni (pdf-402KB)