Hoppa yfir valmynd
5. september 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Heildarendurskoðun laga um grunnskóla nr. 66/1995

Nefnd skipuð af menntamálaráðherra vinnur nú að heildarendurskoðun laga um grunnskóla nr. 66/1995, með síðari breytingum og skal nefndin ljúka störfum í byrjun árs 2007.

Nefnd, skipuð af menntamálaráðherra, vinnur nú að heildarendurskoðun laga um grunnskóla nr. 66/1995, með síðari breytingum og skal hún ljúka störfum í byrjun árs 2007. Formaður nefndarinnar er Guðrún Ebba Ólafsdóttir.

Nefndin hefur haft víðtækt samstarf við ýmsa hagsmunaaðila í tengslum við endurskoðun laganna og hefur auglýst eftir athugasemd­um og ábendingum frá almenningi. Fólk var hvatt til að koma á framfæri skoðunum sínum á því hvaða meginsjónarmið ætti að hafa að leiðarljósi við endurskoðun grunnskólalaga og hvaða framtíðarsýn ætti að vera í málefnum grunnskólans. Hægt er að nálgast athugasemdir og ábendingar hér.

Vinsamlega komið ábendingum á framfæri við Guðna Olgeirsson starfsmann nefndarinnar, [email protected].

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum