Hoppa yfir valmynd
6. september 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Framhald og breytingar á Nordplus-áætlunum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sótti fund menntamálaráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn sl. föstudag.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sótti fund menntamálaráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn sl. föstudag. Á fundinum var samþykkt að framhald verði á sk. Nordplus-samstarfsáætlun, en að jafnframt verði gerðar á henni veigamiklar breytingar.

Nordplus-áætlunin hefur falið í sér samstarf Norðulanda um nemendaskipti o.fl. á sviði menntamála. Ísland hefur tekið virkan þátt í Nordplus áætluninni til þessa. Rúmlega 700 norrænir skiptistúdentar hafa t.d. komið til Háskóla Íslands frá árinu 1995 til dagsins í dag og rúmlega 550 íslenskir skiptistúdentar hafa farið frá HÍ til háskóla á Norðurlöndum á sama tímabili. Um 220 nemendur og kennarar hafa farið frá Íslandi til Norðulanda sl. 2 ár í fullorðinsfræðsluverkefninu Nordplus voksen, flestir til náms í lýðháskólum. Hátt í 2000 grunn- og framhaldsskólanemendur og kennarar hafa sl. 3 ár farið í heimsóknir í skóla á hinum Norðurlöndunum.

Áætlunin hefur skipst í fimm sértæk verkefni á sviði nemendaskipta í grunn- og framhaldsskólum, nemendaskipta í háskólum, nemendaskipta í fullorðinsfræðslu, tungumálakennslu og samskipta við Eystrasaltsríkin og Norð-Vestur Rússland.

Ákvörðunin sem tekin var á fundi norrænu menntamálaráðherranna felur í sér að:
Í stað fimm framangreindra sjálfstæðra áætlana verður næsta kynslóð Nordplus nú skipulögð sem þverfagleg rammaáætlun með þrjár sérstakar undiráætlanir er taka til:

  • skólasamstarfs
  • háskóla
  • fullorðinsfræðslu

Áætlunin verður opnuð fyrir fullri aðild Eystarasaltsríkjanna á jafnréttisgrundvelli með Norðurlöndunum hvað varðar þátttöku í námsmannaskiptum og skiptingu kostnaðar. Nordplus -språk (tungumálaáætlunin) verður tekin út úr rammaáætluninni og gerð að sjálfstæðu verkefni vegna menningarlegrar sérstöðu þar sem Eystrasaltsríkin verða ekki þátttakendur. Núverandi fyrirkomulag þar sem umsýsla með sértækum áætlunum Nordplus skiptist áfram á Norðurlöndin fimm og að umsýsla tungumálaáætlunarinnar sem verið hefur á Íslandi teljist hluti af þessu fyrirkomulagi. Hið nýja fyrirkomulag komi til framkvæmda við upphaf árs 2008 og að tíminn þangað til verði notaður til aðlögunar og undirbúnings.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta