Hoppa yfir valmynd
7. september 2006 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Svavar Gestsson sendiherra afhenti í dag, fimmtudag 7. september, forseta Rúmeníu Traian Basescu trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Rúmeníu með aðsetur í Kaupmannahöfn. Meðan sendiherrann er í Rúmeníu ræðir hann við fulltrúa rúmenskra stjórnvalda um margvísleg málefni eins og aðild Íslands að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ennfremur hefur verið rætt um aðild Rúmeníu að Evrópska efnahagssvæðinu, en Rúmenía verður að öllum líkindum aðili að ESB um næstu áramót.

Þá ræðir sendiherrann við norræna sendiherra í Rúmeníu og loks við forráðamenn ýmissa íslenskra fyrirtækja í landinu. Það eru meðal annarra Actavis, Gopro, Lánstraust, Límtré og Prentsmiðjan Oddi sem á stærstu blaðaprentsmiðju í Rúmeníu, Infopress.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta