Sérstakar húsaleigubætur
Sveitarstjórn getur tekið ákvörðun um að greiða hærri húsaleigubætur en sem nemur grunnfjárhæðum húsaleigubóta. Um er að ræða húsaleigubætur sem eru viðbót við grunnfjárhæðir húsaleigubóta, þ.e. ?sérstakar húsaleigubætur?. Sveitarstjórn skal setja reglur um slíkar bætur og kynna íbúum sveitarfélagsins með tryggum hætti.
Sérstakar húsaleigubætur eru ætlaðar leigjendum sem búa við mjög erfiðar félagslegar og fjárhagslegar aðstæður. Stuðningurinn er tengdur leigjandanum sjálfum í formi sérstakra bóta sem taka mið af persónulegum aðstæðum í stað þess að tengjast íbúðinni. Breytingin felur jafnframt í sér að valfrelsi leigjenda eykst og stuðningskerfið verður sýnilegra.
Umsækjendur sem uppfylla ákveðin skilyrði um til dæmis tekjur og eignir eiga rétt á greiðslum. Aðgerð þessi er í samræmi við 4. mgr. 5. gr. laga um húsaleigubætur, nr. 138/1997, og sérstöku húsaleigubæturnar fylgja skilyrðum, reglum og jafnvel útreikningi hefðbundinna húsaleigubóta og eru nátengdar þeim. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga tekur ekki þátt í greiðslu sérstakra húsaleigubóta sveitarfélaga.
Árið 2006 bjóða þrjú sveitarfélög upp á sérstakar húsaleigubætur:
1. Reykjavíkurborg (frá 1. mars 2004)
Sjá heimasíðu Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um sérstakar húsaleigubætur
Reglur um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík
Nánari upplýsingar hjá þjónustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar
2. Sveitarfélagið Álftanes (frá 1. janúar 2005)
Reglur um sérstakar húsaleigubætur á Álftanesi
3. Akraneskaupstaður (frá 15. febrúar 2006)
Reglur um sérstakar húsaleigubætur í Akraneskaupstað