Hoppa yfir valmynd
12. september 2006 Innviðaráðuneytið

Um 550 taka þátt í Vestnorden-ferðakaupstefnunni

Um 550 manns taka þátt í Vestnorden ferðakaupstefnunni sem nú stendur í Reykjavík, þar af kringum 200 kaupendur ferðaþjónustu frá um 30 löndum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra heimsótti kaupstefnuna í gær og ræddi við sýnendur.

Vestnorden spjall
Sturla Böðvarsson ræðir hér við Birgi Jónsson, framkvæmdastjóra Iceland Express á Vestnorden-kaupstefnunni. Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Magnús Oddsson ferðamálastjóri fylgjast með.

Síðast þegar Vestnorden-ferðakaupstefnan var haldin hérlendis árið 2004 voru kaupendur 145 frá um 20 löndum og hefur þeim fjölgað umtalsvert. Einnig hefur fjölgað kaupendum frá nýjum markaðssvæðum. Meðal nýrra þátttakenda eru kaupendur frá Kína, Indlandi og Suður-Kóreu.

Kaupstefnan stendur í dag og fram á morgundaginn. Að henni lokinni gefst kaupendum kostur á ferðalögum til Grænlands og Færeyja. Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið að kaupstefnunni um árabil en hún er haldin hérlendis annað hvert ár en þess á milli skiptast hin löndin á framkvæmdina.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum