Hoppa yfir valmynd
14. september 2006 Matvælaráðuneytið

Nr. 4/2006 - Styrkir til byggingar reiðhúsa

Nefnd sem landbúnaðarráðherra skipaði í mars síðastliðnum til þess að úthluta styrkjum til byggingar reiðhúsa hefur lokið störfum. Alls bárust 41 umsókn og úthlutað var styrkjum til byggingar 28 reiðhúsa víðs vegar um landið.

Í landbúnaðarráðuneytinu,

14. september 2006

 

Úthlutun styrkja til byggingar reiðhalla, reiðskemma og reiðskála sbr. ályktun Alþingis frá 15. mars 2003, um að fela landbúnaðarráðherra að skipa nefnd sem geri úttekt á aðstöðu til hestamennsku á landsbyggðinni og leggi fram tillögur um stuðning ríkissjóðs við uppbyggingu hennar svo og tillögur nefndar landbúnaðarráðherra frá janúar 2005 og samþykkt ríkisstjórnarinnar í mars 2006, um fjárframlög til byggingar reiðhalla, reiðskemma og reiðskála. Samtals var úthlutað 330 milljónum.

Eftirtaldir aðilar hafa fengið vilyrði fyrir styrk:

  1. Hestamannafélögin Skuggi og Faxi, Borgarbyggð,  kr. 25 milljónir til byggingar reiðhallar í Borgarnesi
  2. Hestamannafélagið Snæfellingur,  kr. 15 milljónir til byggingar reiðskemmu í Grundarfirði
  3. Hestamannafélagið Glaður í Dölum, kr. 5 milljónir til byggingar reiðskála í Búðardal
  4. Hestamannafélagið Stormur, Þingeyri, kr. 12 milljónir til byggingar reiðskemmu í Dýrafirði
  5. Hestamannafélagið Þytur, Húnaþingi vestra, kr. 15 milljónir til byggingar reiðskemmu á Hvammstanga
  6. Hestamannafélagið Neisti, Blönduósi, kr. 3 milljónir upp í kostnað við lokafrágang reiðhallar á Blönduósi
  7. Hestamannafélögin í Skagafirði, kr. 3 milljónir upp í kostnað við lokafrágang reiðhallar á Sauðárkróki
  8. Hestamannafélagið Glæsir, Siglufirði, kr. 5 milljónir vegna reiðskemmu á Siglufirði
  9. Hestamannafélagið Hringur, Dalvík, kr. 5 milljónir upp í kostnað við lokafrágang reiðhallar í Dalvíkurbyggð
  10. Hestamannafélagið Léttir, Akureyri, kr. 29 milljónir til byggingar reiðhallar á Akureyri
  11. Hestamannafélagið Funi, Eyjafjarðarsveit, kr. 5 milljónir til byggingar reiðskála á Melgerðismelum
  12. Hestamannafélagið Þráinn, Grýtubakkahreppi, kr. 5 milljónir til byggingar reiðskála á Grenivík
  13. Hestamannafélagið Þjálfi, Þingeyjarsveit, Aðaldælahreppi og Skútustaðahreppi, kr. 5 milljónir til byggingar reiðskála í Torfunesi
  14. Hestamannafélagið Grani, Húsavíkurbæ, kr. 8 milljónir til byggingar reiðskemmu við Húsavík
  15. Hestamannafélagið Feykir Öxarfjarðarhreppi, kr. 5 milljónir til byggingar reiðskála í Öxarfirði
  16. Hestamannafélagið Snæfaxi, Þórshöfn, kr. 5 milljónir til byggingar reiðskála á Þórshöfn
  17. Hestamannafélagið Freyfaxi, Fljótsdalshéraði, kr. 20 milljónir til byggingar reiðhallar á Fljótsdalshéraði
  18. Hestamannafélagið Blær Fjarðarbyggð, kr. 10 milljónir til byggingar reiðskemmu á Norðfirði
  19. Hestamannafélagið Hornfirðingur, kr. 15 milljónir til byggingar reiðskemmu á Hornafirði
  20. Hestamannafélagið Kópur, Skaftárhreppi, kr. 5 milljónir til byggingar reiðskála á Kirkjubæjarklaustri
  21. Hestamannafélagið Geysir, Rangárþingi eystra,  kr. 7 millj. til byggingar reiðskemmu á Hvolsvelli
  22. Hestamannafélagið Geysir,   kr. 26 milljónir til byggingar reiðhallar á Gaddstaðaflötum
  23. Hestamannafélagið Smári,   kr. 15 milljónir til byggingar reiðskemmu á Flúðum
  24. Hestamannafélagið Logi,  kr. 5 milljónir til byggingar reiðskála í Reykholti, Biskupstungum
  25. Hestamannafélagið Sleipnir, Sveitarfélaginu Árborg, kr. 25 milljónir til byggingar reiðhallar á Selfossi
  26. Hestamannafélagið Máni, Reykjanesbæ, kr. 20 milljónir til byggingar reiðhallar í Reykjanesbæ
  27. Hestamannafélagið Máni Grindavík, kr. 7 milljónir til byggingar reiðskemmu í Grindavík
  28. Hestamannafélagið Hörður, Mosfellsbæ, kr. 25 milljónir til byggingar reiðhallar í Mosfellsbæ þar sem gert er ráð fyrir sérstakri aðstöðu til þjálfunar fatlaðra og sjúkra í samstarfi við Reykjalund.

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta