Hoppa yfir valmynd
20. september 2006 Innviðaráðuneytið

Norrænir fjarskiptasérfræðingar á Íslandi

Embættismenn ráðuneyta á Norðurlöndunum sem annast yfirstjórn fjarskiptamála áttu í síðustu viku fund á Íslandi þar sem þeir skiptust á upplýsingum um það sem er efst á baugi í þróun fjarskiptamála.

fjarskfund
Fundarmenn héldu í skoðunarferð um Suðurland að loknum fundi.

Fyrir hönd samgönguráðuneytisins sátu fundinn Karl Alvarsson skrifstofustjóri og Jón Eðvald Malmquist lögfræðingur en fjarskiptamál heyra yfirleitt undir ráðuneyti samgöngumála á Norðurlöndunum. Þeir sögðu fundinn hafa verið gagnlegan og margt framundan á sviði fjarskiptanna. Meðal annars væri fjarskiptalöggjöf Evrópulanda nú í endurskoðun og hefðu fyrir nokkru komið fram nýjar tillögur Evrópusambandsins í þeim efnum. Þessar breytingar snerta meðal annars tíðnimál, neytendavernd, samruna og öryggismál en breytingartillögurnar hafa meðal annars verið kynntar á vef samgönguráðuneytisins.

Í fundarlok buðu íslensku gestgjafarnir starfsbræðrum sínum í skoðunarferð um Suðurland og var myndin tekin við það tækifæri. Frá vinstri eru ferðalangarnir Odd Martin Helleland, Sune Rahn, Christina Christensen, Jón Eðvald Malmquist, Jorn Ringlund og Anna Gillholm.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta