Hoppa yfir valmynd
22. september 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Evrópskur tungumáladagur 26. september 2006

Evrópuráðið og Tungumálamiðstöðin í Graz hafa í tilefni af Evrópskum tungumáladegi 26. september 2006 sent menntamálaráðuneytinu meðfylgjandi límmiðasett með áletruninni „Talaðu við mig“ á fjölmörgum tungumálum. Ráðuneytið fer þess á leit að efninu verði dreift til grunnskóla á þjónustusvæði yðar og einnig til leikskóla ef skrifstofan þjónar því skólastigi. Jafnframt er vísað til bréfs ráðuneytisins frá 10. ágúst sl. til leik- og grunnskóla, þar sem hvatt er til þess að Evrópsks tungumáladags 26. september nk. verði minnst með einhverjum hætti.

Nálgast má bækling með fjölmörgum hugmyndum að mögulegum verkefnum og aðgerðum á tungumáladeginum á vef ráðuneytisins: www.menntamalaraduneyti/althjodlegt-samstarf og menntagatt.is. Óska má eftir að ofangreindur bæklingur verði sendur til skóla meðan birgðir endast, sjá meðfylgjandi sýnishorn. Í ráðuneytinu má einnig nálgast íslenska útgáfu sérstaks veggspjalds frá Evrópuráðinu, sjá meðfylgjandi sýnishorn. Jafnframt er bent á vef Evrópuráðsins vegna tungumáladagsins: www.coe.int/edl.

Ráðuneytið vill nota tækifærið til að vekja athygli á nýjum Evrópskum tungumálamöppum (European Language Portfoliu) fyrir grunn- og framhaldsskóla sem eru aðgengilegar á menntagatt.is og namsgagnastofnun.is, en tungumálamöppurnar eru gefnar út af menntamálaráðuneytinu og vottaðar af Evrópuráðinu í Strassborg. Efnið er á Pdf- formi til útprentunar og ljósritunar
Tengiliður við verkefnið um Evrópskan tungumáladag 2006 í menntamálaráðuneytinu er Guðni Olgeirsson, sími 545 9500, netfang: [email protected]



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta