Fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 060
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sat í dag hádegisverðarfund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins sem fram fór í New York samhliða allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fjallað var á fundinum um ýmis alþjóðamál, þ.á.m. ástandið í Afganistan og fyrir botni Miðjarðarhafs.
Þá átti utanríkisráðherra í gær tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum Níkaragúa, Bahrain og Madagaskar og kynnti meðal annars framboð Íslands til setu í öryggisráði S.þ.
Á morgun mun utanríkisráðherra taka þátt í hringborðsumræðum þar sem fjallað verður meðal annars um hvernig auka megi völd kvenna og þátttöku þeirra á hinum ýmsu sviðum samfélagsins, ekki síst í stjórnmálum og á vinnumarkaðnum. Það er utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem býður til umræðnanna.