Hoppa yfir valmynd
22. september 2006 Innviðaráðuneytið

Vinnuhópur um vörslu rafrænna gagna

Þann 20. mars 2006 skipaði menntamálaráðuneytið vinnuhóp sem ætlað er að kynna sér nýjustu tækni og staðla varðandi rafrænar gagnageymslur, afhendingu gagna til Þjóðskjalasafns og aðgengi að þeim. Sérstaklega skal fjalla um öryggi gagnanna með tilliti til falsleysis og óbreytanleika þar sem þau eru móttekin og vistuð og þörf á vörslu varaeintaka. Þess er einnig óskað að eitt fyrsta verk tæknihópsins verði að láta gera úttekt á því hvernig staðið er að varðveislu rafrænna gagna í þeim löndum í heiminum sem lengst eru komin í þeim efnum og er mikilvægt að skýrslan greini frá sem flestum möguleikum og reynslu af þeim.

Í hinum lagalegu kröfum til rafrænnar meðferðar máls felst meðal annars að stjórnvald skuli geta varðveitt rafræn gögn þannig að unnt sé að sannreyna efni og uppruna þeirra síðar á aðgengilegan hátt. Hið sérstaka eðli rafrænna gagna gerir að verkum að ástæða er til að huga að þessari vörsluskyldu allt frá tilurð gagnanna. Útfærsla hennar snertir því ekki aðeins þær stofnanir sem annast vörslu opinberra gagna, heldur stjórnsýsluna í heild sinni. Líklegt er að margvísleg tækni geti nýst í þessu skyni.

Óskað er eftir að vinnuhópurinn geri tillögur um eftirfarandi:

  • Val á stöðlum
  • Tæknilegar aðferðir við varðveislu rafrænna gagna og aðgengi að þeim
  • Verkefnaáætlun við innleiðingu tæknilegra lausna

Eftirtaldir sitja í vinnuhópnum:

Halla Björg Baldursdóttir forsætisráðuneyti, formaður,

Bjarni Þórðarson Þjóðskjalasafni,

Guðmundur Halldór Kjærnested menntamálaráðuneyti

Ingibjörg  Sverrisdóttir Landsbókasafni-Háskólabókasafni, 

Kjartan Ólafsson Fakta

 

                                                                                                          Reykjavík 22 september 2006



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta