Hoppa yfir valmynd
23. september 2006 Utanríkisráðuneytið

Hringborðsumræður kvenutanríkisráðherra sem sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna

Valgerður Sverrisdóttir og Condoleezza Rice
Valgerður Sverrisdóttir og Condoleezza Rice

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________

Nr. 62/2006

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra tók í dag þátt í hringborðsumræðum kvenutanríkisráðherra sem sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna en það var utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, sem bauð til umræðnanna. Áhersluatriði fundarins og aðalumfjöllunarefni var með hvaða hætti mætti vinna að auknum völdum kvenna og þátttöku þeirra á hinum ýmsu sviðum samfélagsins, ekki hvað síst í stjórnmálum og á vinnumarkaðnum.

Í máli sínu á fundinum fjallaði utanríkisráðherra um stöðu jafnréttismála á Íslandi og greindi m.a. í því samhengi frá mikilli atvinnuþátttöku kvenna, nýlegum fæðingarorlofslögum sem tryggja jafnan rétt karla og kvenna til fæðingarorlofs, og öðrum aðgerðum sem unnið hefur verið að til að koma í veg fyrir kynbundinn launamun.

Þá átti utanríkisráðherra í gær tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum Liechteinstein, Sankti Lucia, Georgíu, Grenada og Rúanda og kynnti meðal annars framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Utanríkisráðuneytið

Reykjavík, 23. september 2006.



Valgerður Sverrisdóttir og Condoleezza Rice
Valgerður Sverrisdóttir og Condoleezza Rice

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta