Áætlun um menningarsamskipti milli Alþýðulýðveldisins Kína og ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands á árabilinu 2007-2010
Í samræmi við menningarsamninginn milli ríkisstjórnar Alþýðulýðveldisins Kína og ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands um menningarsamstarf, sem undirritaður var í Bejing 27. nóvember 1994, og vegna einhuga áhuga á að efla enn frekar tengsl þessara tveggja landa á sviði menningar, verndunar og viðhalds menningararfleifðar, menntunar, fjölmiðlunar, æskulýðsmála og íþrótta, þjóðum sínum til gagnkvæmra hagsbóta, hafa báðir aðilar komist að samkomulagi um skiptiheimsóknir á árabilinu 2007-2010.