Ráðstefna um öryggi sjófarenda
Haldin verður á miðvikudag ráðstefna um öryggi sjófarenda og er hún hluti af öryggisviku sjómanna. Ráðstefnan fer fram í Fjöltækniskóla Íslands og mun Sturla Böðvarsson samgönguráðherra setja hana kl. 10.
Yfirskrift ráðstefnunnar er tæknileg samvinna útgerða, áhafna og aðila í landi. Á dagskrá eru meðal annars erindi um langtímaáætlun um öryggi sjófarenda, um öryggisstjórnun í fiskiskipum, eldvarnir, rannsóknir á loftgæðum og fleira.
Dagskrána er að finna hér.