Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál
Samkomulag hefur náðst milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál og skil Bandaríkjanna til Íslands á landi og mannvirkjum á varnarsvæðum.
Meginmarkmið samningaviðræðnanna voru að tryggja varnir landsins með viðunandi hætti eftir að fastri viðveru Bandaríkjahers á Íslandi lýkur og tryggja snurðulausa yfirtöku Íslands á rekstri alþjóðaflugvallarins í Keflavík. Ríkisstjórn Íslands telur að þessi markmið hafi náðst.
Í niðurstöðu samningaviðræðna ríkjanna felast eftirfarandi atriði:
- Samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál
- Samningur Íslands og Bandaríkjanna um skil á landi og mannvirkjum
- Samkomulag um afhendingu búnaðar og tækja vegna yfirtöku Íslands á rekstri alþjóðaflugvallarins í Keflavík
- Samningur um leigu á búnaði og tækjum fyrir alþjóðaflugvöllinn í Keflavík
Þá hefur ríkisstjórnin gefið út í dag yfirlýsingu um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför varnarliðsins.
- Samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál.
- Samningur milli ríkisstjórnar Bandaríkja Ameríku og lýðveldisins Íslands um brottflutning Bandaríkjahers frá tilteknum varnarsvæðum og mannvirkjum á Íslandi og um skil þeirra svæða og mannvirkja til Íslands.
- Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför.