Hoppa yfir valmynd
26. september 2006 Utanríkisráðuneytið

Stjórnmálasamband við Svartfjallaland

Stofnun stjórnmalasambands við Svartfjallaland
Stofnun stjórnmalasambands við Svartfjallaland

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 063

Þriðjudaginn 26. september undirrituðu Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Miodrag Vlahovic, utanríkisráðherra Svartfjallalands, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands milli ríkjanna. Undirritunin fór fram í New York, samhliða allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Eins og kunnugt er samþykktu Svartfellingar í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr á þessu ári tillögu um að segja sig úr ríkjasambandi við Serbíu. Í kjölfarið var ákveðið stofna sjálfstætt ríki. Ísland, fyrst ríkja í heiminum, viðurkenndi fullveldi Svartfjallalands, 8. júní sl. Svartfjallaland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum 28. júní 2006.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta