Sérhæfð heimaþjónusta fyrir veika aldraða
Sérhæfð heimaþjónusta fyrir veika aldraðra er nýtt samstarfsverkefni milli LSH (Landspítala - háskólasjúkrahúss) og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ýtti verkefninu úr vör í gær við formlega opnun þess á LSH, en starfsemin hefst í byrjun október. Verkefnið er nýjung í meðferð og eftirfylgd fjölveikra aldraðra og var því komið á fót að tilstuðlan heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.