Hoppa yfir valmynd
29. september 2006 Utanríkisráðuneytið

Nýtt vefsetur í Helsinki

Vefsetur sendiráðsins í Helsinki
Vefsetur sendiráðsins í Helsinki

Hlutverk sendiráðs Íslands í Helsinki er að hlúa að og efla tvíhliða samstarf Íslands og Finnlands, auk annarra ríkja í umdæmi sendiráðsins, á sviði stjórnmála-, viðskipta, mennta- og menningarmála.

Viðskipta-, stjórnmála- og menningarsamskipti Íslands og Finnlands standa á gömlum merg. Jakob Möller varð fyrsti sendiherra Íslands í Finnlandi árið 1947, með aðsetur í Stokkhólmi. Sendiráð Íslands í Helsinki tók til starfa árið 1997 en Finnar höfðu þegar opnað sendiráð í Reykjavík árið 1982. Sendiráð Íslands í Helsinki er einnig sendiráð Íslands gagnvart Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Úkraínu.

Nýtt vefsetur sendiráðsins - www.iceland.org/fi - er á fjórum tungumálum - finnsku, sænsku, ensku og íslensku - og innan skamms bætist við fimmta tungumálið, eistneska. Vefsetrið hefur að geyma gagnlegar upplýsingar um starfsemi og þjónustu sendiráðsins auk mikils upplýsingaefnis um Ísland.



Vefsetur sendiráðsins í Helsinki
Vefsetur sendiráðsins í Helsinki

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta