Tillögur starfshóps um öryggismál
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, kynnti í ríkisstjórn föstudaginn 6. október, á fundi með fulltrúum þingflokka 9. október og sama dag á alþingi tillögur starfshóps um öryggismál undir formennsku ríkislögreglustjóra.
Tillögur starfshópsins eru eftirfarandi:
- Stofnuð verði öryggis- og greiningarþjónusta hjá embætti ríkislögreglustjóra.
- Unnið verði að sérstökum lögum um starfsemi öryggis- og greiningarþjónustunnar.
- Starfsemi öryggis- og greiningarþjónustu verði háð eftirliti sérstakrar eftirlitsnefndar sem skipuð verði fimm þingmönnum.
- Byggt verði upp upplýsingakerfi fyrir öryggis- og greiningarþjónustuna og aflað verði heimilda til samkeyrslu gagna í vörslu opinberra aðila
- Komið verði á formlegu samstarfi við erlendar öryggisþjónustur
Reykjavík 9. október 2006
Skýrsla starfshóps um öryggismál Pdf-skjal
*Fyrir mistök var vinnugagn sett á vefinn en núverandi eintak er hin endanlega skýrsla starfshópsins. Milli eintakanna er ekki veigamikill munur. 19.10.2006