Hoppa yfir valmynd
11. október 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Frekari athugun gerð á starfsemi Umhverfisstofnunar

Umhverfisráðuneytið hefur falið Sigurði H. Helgasyni stjórnsýslufræðingi að gera frekari athugun á starfsemi, stjórn og rekstri Umhverfisstofnunar í kjölfar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar. Í þeirri úttekt komu fram ábendingar um ýmiskonar vanda sem stofnunin á við að glíma. Í ljósi þessa hefur umhverfisráðuneytið, í samráði við Umhverfisstofnun, ákveðið að fram fari frekari athugun á vanda stofnunarinnar. Fjallað verði um stefnu, stjórnun og skipulag stofnunarinnar með það að markmiði að lagðar verði fram ákveðnar tillögur um aðgerðir.

Áhersla verður lögð á að leggja fram tillögur að aðgerðum sem stofnunin getur nýtt til að efla starfsemi sína og árangur. Tillögur til aðgerða verða mótaðar í samvinnu við umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun og eiga að liggja fyrir 30. nóvember næst komandi.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta