Undirritun samkomulags milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál
Geir H. Haarde forsætisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna undirrituðu í dag samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra var einnig viðstaddur undirritunina. Samkomulagið var kynnt opinberlega 26. september sl. Undirritunin fór fram í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Áður en samkomulagið var undirritað áttu forsætisráðherra og utanríkisráðherra fund með utanríkisráðherra Bandaríkjanna um samskipti landanna og um alþjóðamál.
Ráðherrarnir munu eiga fleiri fundi með bandarískum ráðamönnum í dag.
Meðfylgjandi er samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál (PDF-223Kb)
Reykjavík 11. október 2006