Hoppa yfir valmynd
12. október 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til náms í Þýskalandi 2007-2008 (DAAD) - framlengdur umsóknarfrestur

Menntamálaráðuneytinu hefur borist tilkynning um að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa Íslendingum til náms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi á námsárinu 2007-2008:

Menntamálaráðuneytinu hefur borist tilkynning um að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa Íslendingum til náms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi á námsárinu 2007-2008:

a)Allt að fjórir styrkir til háskólanáms. Styrkirnir eru ætlaðir námsmönnum sem eru komnir nokkuð áleiðis í háskólanámi (hafa lokið prófi sambærilegu við BA- eða BS-próf) eða kandídötum til framhaldsnáms. Umsækjendur skulu vera yngri en 32 ára og ekki hafa dvalið lengur en tvö ár í Þýskalandi við upphaf styrktímabils.

b) Allt að þrír styrkir til að sækja þýskunámskeið sumarið 2007. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi, vera yngri en 32 ára og leggja stund á nám í öðrum greinum en þýsku. Einnig þurfa þeir að hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu.

c) Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rannsóknarstarfa um allt að sex mánaða skeið.

Umsóknir, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, og umsóknarfresturinn hér með framlengdur til 3. nóvember 2006.

Nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu og á vef Deutscher Akademischer Austauschdienst (DAAD) www.daad.de

Eyðublöð fyrir umsóknir og fylgiskjöl með umsókn er einnig hægt að nálgast á heimasíðu DAAD: www.daad.de/en/form



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta