Umhverfisráðherra heimsækir BIOICE
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra heimsótti BIOICE í Sandgerði í vikunni. BIOICE er rannsóknarverkefni á vegum umhverfisráðuneytisins en undir stjórn Náttúrufræðistofnunar Íslands. Markmið þess er að rannsaka og skrá í samræmdan gagnagrunn um náttúru Íslands allar þær botndýrategundir sjávar sem lifa innan íslenskrar efnahagslögsögu, útbreiðslu þeirra, magn og tengsl við aðrar lífverur. Jafnframt að koma upp heilsteyptu vísindasafni botndýra sem nýtast mun við rannsóknir á útbreiðslu tegunda og þróunarsögulegum skyldleika þeirra. Sýnum er safnað í ferðum íslenskra, norskra og færeyskra hafrannsóknarskipa. Samstarfsaðilar umhverfisráðuneytisins og Náttúrufræðistofnunar í verkefninu eru Hafrannsóknarstofnun, Háskóli Íslands og Sandgerðisbær.
Frekari upplýsingar um verkefnið má nálgast á vef BIOICE.