Hoppa yfir valmynd
13. október 2006 Matvælaráðuneytið

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Verkefnasjóður sjávarútvegsins,

deild um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði

auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna

 

Sjóðurinn mun fyrst og fremst styrkja rannsóknir á sjávarlífverum sem nú eru nytjaðar eða sem mögulegt væri að nytja. Við mat umsókna verður lögð áhersla á nýnæmi verkefnisins m. t. t. nýrrar þekkingar og/eða aukinna nýtingarmöguleika á lífríki sjávar. Allir geta sótt um styrki; einstaklingar, fyrirtæki, rannsókna- og háskólastofnanir. Í stærri verkefnum er sérstaklega hvatt til samstarfs mismunandi aðila með þátttöku vísindamanna víða af landinu.

 

Á árinu 2006 verða styrkt alls 3-5 verkefni að hámarki 3-5 m.kr. hvert og um 10 minni verkefni, 0,5 til 1.0 m.kr hvert. Styrkur skal að hámarki nema 50% af áætluðum heildarkostnaði verkefnisins.

 

Nánari upplýsingar um sjóðinn og leiðbeiningar um frágang umsókna er að finna á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins www.sjavarutvegsraduneyti.is.

 

Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 2006 og skulu umsóknir sendar til sjávarútvegsráðuneytisins, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknir sem berast eftir 10. nóvember verða ekki teknar gildar nema póststimpill sýni að umsóknin hafi verið póstlögð ekki síðar en þann dag.

 

Kynningarfundur um deild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði verður haldinn mánudaginn 23. október kl. 15.00 í húsakynnum Prokaria ehf. Gylfaflöt 5, Reykjavík

 

 

Sjávarútvegsráðuneytið



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum