Fundir um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði
Verkefnisstjórn 50+ efnir til fundaraðar um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Fyrsti fundur af þremur verður á Grand hótel þriðjudaginn 17. október nk. kl. 8:30-10:00.
Fundinn ávarpa Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur frá fjármálaráðuneytinu, Steinn Logi Björnsson forstjóri Húsasmiðjunnar, Rakel Ýr Guðmundsdóttir starfsmannastjóri SPRON.
Nánari dagskrá fundarins má sjá á vef félagsmálaráðuneytisins.