Hoppa yfir valmynd
17. október 2006 Forsætisráðuneytið

Einfaldara og betra regluverk í þágu atvinnulífs og almennings

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland fyrir árin 2006-2009. Markmiðið er einfaldara og betra opinbert regluverk í þágu atvinnulífs og almennings. Áætlunin er byggð á tillögum starfshóps sem forsætisráðherra skipaði í lok árs 2005 með fulltrúum ráðuneyta, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Hún beinist bæði að tilurð nýrra opinberra reglna og skipulegri yfirferð yfir gildandi reglur. Í áætluninni felst að frá og með ársbyrjun 2007 verður tekinn í notkun gátlisti um samningu stjórnarfrumvarpa sem minnir á tiltekin lykilatriði sem hafa þarf í huga varðandi samráð, mat á afleiðingum löggjafar o.fl. Þá verður leitað eftir samstarfi við skrifstofu Alþingis um útgáfu leiðbeininga um gerð stjórnarfrumvarpa og dómsmálaráðherra falið að gefa út leiðbeiningar um undirbúning reglugerða. Fyrir 1. september 2007 ber hverju ráðuneyti að setja saman tveggja ára áætlun um einföldun og samræmingu löggjafar á þeim sviðum sem undir þau heyra. Forsætisráðherra mun hafa yfirumsjón með aðgerðaáætluninni en honum til aðstoðar verður samráðshópur ráðuneyta, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins auk ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur.

Aðgerðaáætlun 2006-2009.

Ráðstefna sem fór fram 6. júní 2006.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta