Útgjöld til heilbrigðismála
Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 12. október 2006 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.
Samkvæmt nýlegum tölum OECD eru opinber útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu hæst á Íslandi af OECD-ríkjum.
Er hlutfallið á Íslandi 8,8% en meðaltal OECD er 6,4%. Hlutdeild hins opinbera í heildarútgjöldum til heilbrigðismála á Íslandi nemur 83,5%. Hún er umtalsvert minni að meðaltali í OECD-ríkjum eða um 73%. Myndin hér að neðan sýnir fimmtán af þeim OECD-löndum sem eru með hæst hlutfall opinberra heilbrigðisútgjalda af landsframleiðslu.
Heildarútgjöld til heilbrigðismála á hvern íbúa á Íslandi nema 3.159 í Bandaríkjadölum sem jafngildir um 220 þús. íslenskum krónum. Ísland er með fimmtu hæstu útgjöldin á mann af öllum OECD-ríkjunum en Bandaríkin eru þar efst á blaði.