Hoppa yfir valmynd
18. október 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Rannsókn á launamyndun og kynbundnum launamun hér á landi

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra boðar til blaðamannafundar í félagsmálaráðuneytinu, fundarsal á 4. hæð í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu klukkan 11 fimmtudaginn 19. október.

Á fundinum mun félagsmálaráðherra greina frá niðurstöðum nýrrar viðamikillar rannsóknar á launamyndun og kynbundnum launamun hér á landi sem Capacent rannsóknir hafa unnið fyrir félagsmálaráðuneytið.

Meginmarkmið með rannsókninni er að kanna hvort sömu þættir hafi enn áhrif á laun og starfsframa hjá konum og körlum og hvort dregið hafi úr kynbundnum launamun. Um er að ræða endurtekningu á rannsókn sem gerð var árin 1994 og 1995. Með hinni nýju rannsókn fæst því mikilvægur samanburður á þróun mála undanfarinn áratug.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta