Hoppa yfir valmynd
20. október 2006 Utanríkisráðuneytið

Samstarfssamningur um starfsemi Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar

Frá undirritun samstarfssamningsins
Frá undirritun samstarfssamningsins

Í gær var undirritaður samstarfssamningur utanríkisráðuneytisins og Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar (ICE-SAR). Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin starfar innan Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og var samningurinn undirritaður í tengslum við ráðstefnuna Björgun 2006, sem stendur yfir næstu daga.

Í samningnum er komið formlega á samstarfi og stuðningi utanríkisráðuneytisins við starf sveitarinnar, en hún er skráð á viðbragðslista alþjóðastofnana sem Ísland er aðili að og starfar með. Samningurinn felur í sér að sveitin verður tiltæk til að sinna þeim beiðnum sem koma frá alþjóðastofnunum og löndum sem hafa orðið fyrir náttúruhamförum. Auk þess að bera kostnað af útköllum sveitarinnar þegar ákvörðun er tekin um að bregðast við ákalli vegna náttúruhamfara mun utanríkisráðuneytið styrkja þátttöku fulltrúa sveitarinnar á samráðsfundum alþjóðlegu leitar- og björgunarnefndarinnar (INSARAG), sem starfar undir hatti Sameinuðu þjóðanna.

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Sigurgeir Guðmundsson, formaður stjórnar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar undirrituðu samninginn.



Frá undirritun samstarfssamningsins
Frá undirritun samstarfssamningsins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta