Hoppa yfir valmynd
24. október 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs

Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs verður afhent á Grand Hóteli, Háteigi, 4. hæð, í dag klukkan 17.00.

Að afloknu málþingi Jafnréttisráðs um konur og stjórnmál undir yfirskriftinni „Nýjar leiðir að stjórnmálajafnrétti“ sem hófst núna klukkan 14 á Grand Hóteli mun jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs verða afhent í fimmtánda skiptið en hún var fyrst afhent árið 1992. Tilgangurinn er að veita þeim sem þykja hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karla og um leið hvetja þá sem og aðra til frekari dáða á því sviði.  

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta