Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs
Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs verður afhent á Grand Hóteli, Háteigi, 4. hæð, í dag klukkan 17.00.
Að afloknu málþingi Jafnréttisráðs um konur og stjórnmál undir yfirskriftinni „Nýjar leiðir að stjórnmálajafnrétti“ sem hófst núna klukkan 14 á Grand Hóteli mun jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs verða afhent í fimmtánda skiptið en hún var fyrst afhent árið 1992. Tilgangurinn er að veita þeim sem þykja hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karla og um leið hvetja þá sem og aðra til frekari dáða á því sviði.