Hoppa yfir valmynd
26. október 2006 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra með utanríkisráðherra Rússlands

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands áttu í dag tvíhliða fund í tengslum við utanríkisráðherrafund Norðurskautsráðsins í Salekhard í Rússlandi.

Ráðherrarnir fjölluðu um tvíhliða samskipti Íslands og Rússlands, einkum viðskipti og viðskiptatengd málefni. Utanríkisráðherra lagði áherslu á að Rússar uppfylltu samning á milli þjóðanna um fiskveiðar í Smugunni, en íslenskum skipum hefur gengið erfiðlega að veiða þau 2.700 tonn sem þau eiga rétt á samkvæmt samningnum vegna tafa við útgáfu veiðiheimilda af hálfu rússneskra yfirvalda. Ráðherrarnir ræddu einnig aukið dýraheilbrigðiseftirlit rússneskra yfirvalda við innflutning á matvælum til Rússlands.

Utanríkisráðherra lét í ljós þá skoðun íslenskra stjórnvalda að aðild Rússlands að Heimsviðskiptastofnuninni væri mikilvæg hinu alþjóðlega viðskiptakerfi og þá voru ráðherrarnir sammála um að auka samskipti þjóðanna á sviði jarðhita og áréttuðu mikilvægi þess að undirrita samkomulag þar að lútandi.

Þá kynnti utanríkisráðherra framboð Íslands til Öryggisráðs S.þ. og ræddu ráðherrarnir einnig samstarf ríkjanna innan ramma Norðurskautsráðsins og heimboð til forseta Rússlands um að koma í opinbera heimsókn til Íslands.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta