Hoppa yfir valmynd
26. október 2006 Innviðaráðuneytið

Pétur K. Maack skipaður flugmálastjóri

Samgönguráðherra hefur skipað Pétur K. Maack í embætti flugmálastjóra frá 1. janúar 2007.

Pétur hefur í tæpan áratug starfað sem framkvæmdastjóri flugöryggissviðs Flugmálastjórnar Íslands. Pétur er rekstrarverkfræðingur með meistarapróf í vélaverkfræði frá Danmarks tekniske Hojskole og doktorspróf í rekstrarverkfræði frá sama skóla. Reynsla hans í flugmálum er víðtæk og spannar nánast öll svið flugmála meðal annars vottunar- og viðhaldsmál, flugrekstur, þjálfun flugliða, rekstur flugvalla, flugverndarmál og alþjóðaflugmál. Þá býr hann yfir reynslu í alþjóðlegu samstarfi bæði hvað varðar rannsóknir og kennslu á háskólastigi sem og í flugheiminum. Um árabil var hann dósent við verkfræðideild Háskóla Íslands og seinna prófessor við sömu deild.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta