Þing Norðurlandaráðs og fundur utanríkisráðherra Norðurlanda
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
Nr. 075
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra mun sækja þing Norðurlandaráðs, sem haldið verður í Kaupmannahöfn dagana 31. október til 2. nóvember n.k. Í tengslum við þingið mun ráðherra sitja fundi utanríkisráðherra og utanríkisviðskiptaráðherra Norðurlandanna, auk þess að heimsækja birgðastöð Barnahjálpar S.þ. Þá tekur gildi þann 1. nóvember nýr fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja, kenndur við Hoyvík í Færeyjum, og munu íslensk og færeysk stjórnvöld standa að sameiginlegri móttöku af því tilefni í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn.