Útgjöld til lífeyristrygginga
Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 26. október 2006 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.
Í frumvarpi til fjárlaga 2007 er ráðgert að útgjöld til lífeyristrygginga Tryggingastofnunar verði um 44 milljarðar króna og er þá heimilisuppbót meðtalin.
Á árunum 1998 til 2007 hafa útgjöld til lífeyristrygginga aukist um 84% að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Skýringarnar á útgjaldaaukningunni á tímabilinu eru mikil fjölgun örorkulífeyrisþega og ýmsar sérstakar hækkanir á lífeyrisgreiðslum.
Áætlað er að örorkulífeyrisþegum muni fjölga um 77% á milli áranna 1998 og 2007 eða um rúmlega 6.000 manns. Áætlað er að ellilífeyrisþegum fjölgi um 12% á sama tímabili en á sama tíma munu lífeyrisgreiðslur til ellilífeyrisþega hækka um samtals 56% að teknu tilliti til verðlags.